Minnismerkið
Um er að ræða tæplega 7 tonna þungt grettistak út norðurþýsku graníti, 2,2 m á hæð og 1,5 m á breidd. Umhverfis á að standa hringur úr íslenskum stuðlabergssúlum sem opnast mót suðri, mót hafi.

Þessi samstæða tákngerir með granítsteininum, dæmigerðri norðurþýskri steintegund sem ekki fyrirfinnst á Íslandi, og blágrýtissúlunum, hinni dæmigerðu steintegund á suðurströnd Íslands, ekki aðeins strönd hinna erlendu togara heldur einnig hjálpfýsi heimamanna og hvernig þeir tóku skipbrotsmönnum opnum örmum.

Á bronsskildi stendur á žżsku og íslensku:


TIL MINNINGAR UM ÞÁ SJÓMEN Á ÞÝSKUM FISKEIÐISKIPUM SEM LÉTU LÍFIÐ VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR

MEÐ PAKLÆTI OG Í VIRÐINGARSKYNI VIÐ ÞA ÍNSLÄNDINGA SEM BJÖRGUÐU LÍFI MARGRA SKIPSBRODMANA

Bronsskjöldurinn var geršur eftir fyrirmynd frá Tobias Emskötter

Staðurinn móti opnu hafi við vesturjaðar Víkurþorps er á miðju þess svæðis þar sem flestir þýskir togarar fórust. Í vestri byrja klettarnir sem fjölmörg skip sigldu upp í og í austri sér yfir hina víðfeðmu sanda þar sem fleiri skipum var háski búinn.Kostnaðurinn við að reisa minnismerkið var eingöngu greiddur með framlögum frá einkaaðilum og sjávarútvegnum.

Höfundur: Hans Wölbing


fyrri síša Kort nęsta síša