Brydebuð 


 
   í Vík í Mýrdal

Húsið á sér merkilega sögu, það er byggt af dönskum kaupmanni J.P.T. Bryde í Vestmannaeyjum árið 1831. Þar stendur húsið til ársins 1890 en er þá flutt í mörgum pörtum á litlum bátum til Víkur í Mýrdal og endurreist þar, þetta hús mun vera annað elsta hús á Suðurlandi.
Síðan gerist öll íslenska verslunarsagan í þessu húsi.

Fyrst verslar þar hinn danski kaupmanður J.P.T. Bryde, af honum kaupir íslenskur maður Þorsteinn Þorsteinsson húsið árið 1914, en árið 1926 selur hann síðan Kaupfélagi V-Skaftfellinga sem verslar þar til 1968, eftir það var rekin þar prjónastofan Katla.
Áridð 1990 er húsið búið að standa autt í nokkur ár og er orðið mjög illa farið, undirritaður skrifar þá sveitarstjórninni og gerir tillögu um að húsið verði endurbyygt og notað sem menningar- og sýningarhus, ferðaþjónustuaðstaða og kaffihús.

Þetta gekk eftir og skipuð var nefnd sem hefur unnið gott og fórnfúst starf, sem borið hefur þennan árangur.

Fljótlega eftir endurbyggingu hússins var opnuð föst sýning “Fólk og náttúra í Mýrdal” einnig hafa verið listsýningar og kvikmyndasýningar ásamt mörgu öðru skemmtilegu t.d. draugagang í risinu.
Alveg frá byrjun hefur sú hugmynd verið uppi að opna aðra sýningu sem segði hina merkilegu sögu um hin mörgu strönd sem urðu á hafnlausri suðurströnd frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði. Skrásset eru 112 strönd þar sem rúmlega 100 manns fórust en fátækt bændafólk, bússet á stangli meðfram strandlengjunni bjargaði rúmlega 1200 manns.Ekki bara að koma mönnum á milli skips og lands heldur koma þeim til byggða, hjúkra þeim og fæða oft í langan tíma.

Þessir sjóhröktu menn voru blautir og illa klæddir en flest ströndin skéðu á veturna, síðan voru þeir fluttir á hestum oftast til Rezkjavíkur.
Þess má geta að sýningin heitir “Góð strönd og vond”, ef skip var nýkomið var oft mikið af matvöru, köðlum og veiðafærum og ýmsu nýtilegu sem mátti stundum bjarga, það voru góðu ströndin, en vondu þau þar sem ekkert var í nema fiskur sem náðist yfirleitt ekki.

Aðstandenum Brydebúðar er það mikið gleðiefni að takka þátt í að heiðra minningu þessara vösku sjómanna og þess góða fólks sem bjargaði þeim og aðstoðaði við að koma þeim til síns heima. Þess má geta að móti Brydebúð í stóru geymsluhúsi stendur flutningaskipið Skaftfellingur, sem fólk í Vík og nágrenni átti og gerði ú til að flytja afurðir þeirra á markað og flytja þeim nauðsynjar heim, skipið lá þá úti en litlir bátar notaðir til að ferja vörur á milli.
Í einni siglingu Skaftfellinga til Bretlands á stríðsárunum sigdlu þeir fram á sökkvandi þýzkan. Kafbát sem flugvél hafði gert árás á og tókst að bjarga öllum um borð í Skaftfelling.

Höfundur: Þorsteinn Baldursson


fyrri síða Kort næsta síða